4hundar
Námskeið um uppeldi hvolpa
Námskeið um uppeldi hvolpa
Couldn't load pickup availability
Á þessu námskeiði lærir þú allt sem þú þarft til að leggja góðan grunn að uppeldi hvolpsins þíns. Við förum yfir hvernig þú kennir hvolpinum að vera rólegur í ólíku umhverfi, að vera einn heima, gera þarfir sínar úti og þróa með sér góða siði sem fylgja honum út ævina. Með réttri þjálfun getur hvolpurinn þinn orðið hinn fullkomni hundur!
Tilboð - 34% afsláttur til 1. apríl ´25
Share

Afhverju er fyrsti dagurinn á nýju heimili mikilvægur?
Að sækja hvolpinn þinn er stór stund – bæði fyrir þig og hvolpinn.
Þegar þú sækir hvolpinn þinn, er það oftast í fyrsta sinn sem hann yfirgefur mömmu sína og systkini. Hann er að upplifa stórar breytingar – sína fyrstu bílferð, nýjar lyktir, nýtt umhverfi og ókunnugt fólk. Allt þetta getur haft djúpstæð áhrif á það hvernig hvolpurinn aðlagast og þróar sig í framtíðinni.
Fyrstu vikurnar í lífi hvolpsins eru lykilatriði í að móta framtíð hans – þetta er tíminn þar sem félagsmótun og lærdómur eiga sér stað og leggja grunninn að hans hegðun og samskiptum. Á þessu námskeiði lærir þú hvernig á að nýta þessar vikur til að kenna hvolpinum allt sem hann þarf að kunna, frá því að umgangast fólk og dýr til að aðlagast umhverfi sínu.
Við leggjum áherslu á að hjálpa þér að ala upp rólegan og öruggan hund sem verður fullkominn fjölskyldumeðlimur. Þetta er námskeið sem gefur þér allt sem þú þarft til að gera fyrsta tímann með hvolpnum að árangursríkri byrjun.
Námskeiðið tryggir að þú hafir verkfærin til að ala upp rólegan og glaðan fjölskyldumeðlim sem blómstrar í öllum aðstæðum.
Hvað er farið yfir?
Velkomin í 4Hunda netskólann - Kafli 1
Takk fyrir að velja 4 Hundar netskólann.
Þessi skóli mun eingöngu vera með námskeið á netinu og stefni ég á að bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir þig og hundinn þinn í framtíðinni.
Hvað þarf að eiga áður en hvolpurinn kemur heim? Að fara inn í gæludýraverslun í fyrsta skipti og vita hvað á að velja fyrir hvolpinn getur oft reynst yfirþyrmandi.
Í þessu vídeói fer ég yfir allt það sem skiptir mestu máli að eiga fyrir nýja hvolpinn.
Kafli 2
Að byrja þjálfun
Einn heima
Æfa bílinn
Húshreinn
Félags- & umhverfisþjálfun
Kafli 3
Búrþjálfun
Dýralæknirinn
Leikur & glefs
Bíta í buxur
Gefa dót
Svefn hvolpa
Göngutúr & hreyfing
Beisli & taumar
Kafli 4
Ryksugan
Dyrabjallan
Hoppa upp á fólk
Vera kurteis
Bíða eftir matnum
Fara út um útidyrahurðina
Láta vera
Kafli 5
Þroskaskeið til fullorðins
Tanntaka
Merkjamál hunda
Jákvæð þjálfun
Kafli 6
Umhirða
Klippa neglur
Tannbursta
Kemba
Baða
Þrífa augu
Þrífa eyru
Rakvél og skæri
Kafli 7
Nafnaleikur
Hrós
Fara í bæli
Innkall